Þótt færsluritari bregði sér í sumarfrí stöðvar það Guðna Pál ekki í að halda áfram hringferð sinni um landið á kayaknum. Í netheimaþögninni hefur hann róið átta róðraleggi og er nú kominn til Þistilfjarðar. Veðrið hefur síður en svo leikið við hann þetta sumarið en ótrúleg eljan heldur honum samt á floti. Hér kemur samantekt um ferð hans síðan síðast var fært inn á vefsíðuna:
6. júlí: Haganesvík – Siglufjörður
Þau voru í blíðu allt þar til þau komu móts við Mánárskriður.
Þá skall á norðanvindur og sjór ýfiðst upp. Það varð því mótbarningur hjá þeim allt þar til þau tóku kúrsinn fyrir Sauðanesvita og stefndu inn Siglufjörð. Vindur var með þeim allt inn í höfn á Siglufirði.

8. júlí: Siglufjörður- Þorgeirsfjörður í Fjörðum
Róðurinn tók um sjö klukkustundir að frádregnu hálftíma stoppi undir Hvanndalabjörgum vestan Eyjafjarðar.
Þau fengu leyfi til að gista í húsi ferðafélagsins Fjörðungar á Grenivík og kveiktu upp í olíuofni til að fá í sig hita og þurrka fatnaðinn enda mikil rigning meginn hluta róðursins frá Siglufirði og hitastigið ekki hátt 5-7°C.
Það var stillt í sjóinn alla leiðina, en vindur var á móti þeim yfir Eyjafjörðinn og allt í Þorgeirsfjörð. Þau eru dolfallin yfir þessu magnaða umhverfi á þessum slóðum og þá sérstaklega Hvanndalsbjörgin vestan fjarðar.

9. júlí: Þorgeirsfjörður í Fjörðum- Húsavík á Skjálfanda
Markmiðið þennan dag var að róa á Húsavík á Skjálfanda. Þau tóku eitt hvíldarstopp á leiðinni við norðurenda Naustavíkur, gegnt Flatey á Skjálfanda. Þegar þau hins vegar héldu aftur af stað var kominn norðanstrengur með verulegri haföldu á hlið. Það sjólag hélst allt til Húsavíkur. Það varð því talsverður átakaróður að róa þessa 44 km sem leiðin spannaði.
Nokkrar hrefnur heilsuðu upp á þau og syntu m.a undir kayakana þeirra en allt í friði. Hnúfubakar sáust blása utar á Skjálfanda.
Á Húsavík kvaddi Þóra Atladóttir en hún hefur verið Guðna Páli mikilvægur félagsskapur allt frá Hrauni á Skaga. Héðan í frá rær hann einn.

10. júlí: Húsavík á Skjálfanda- Fjallhöfn í Öxarfirði
Rétt um klukkan hálf fjögur lenti Guðni Páll í Fjallhöfn í Öxarfirði eftir 40 km róður frá Húsavík á Skjálfanda og hafði verið 6.5 klst á leiðinni og tekið sér hálftíma stopp til að nærast og hvílast. Meðalhraðinn var því liðlega 7 km/klst.

11. júlí: Fjallhöfn í Öxarfirði – Nýhöfn á Melrakkasléttu
Um klukkan níu lagði Guðni upp og reyndi róðurinn á með hefðbundnum hætti, þ.e. hann var orðinn blautur og kaldur er hann kom á land um klukkan hálf fjögur síðdegis. Róðurinn þennan dag reyndist 35 km leið og spannaði 6 klst.

12. júlí: Kópasker – Rifstangi á Melrakkasléttu
Þann 12. júlí lagði Guðni Páll upp frá Kópaskeri um klukkan níu um morguninn. Það var mikil rigning og kuldi, 6°C, en logn. Guðna Páli miðaði róðurinn vel og kom hann á land í Sigurðarstaðavík um kl 14:30.

13. júlí: Rifstangi (Sigurðarstaðir) – Raufarhöfn
Guðni Páll lagði upp frá Sigurðarstöðum klukkan 11. Veður var vindasamt, vestan 10 m/sek í fyrstu en lægði um hádegið í 5 m/sek Sjólag var vestan > 1 m. ölduhæð úr vestri og því meðbyr.
Guðni Páll lenti í höfninni á Raufarhöfn klukkan liðlega hálf þrjú síðdegis eftir glæsilegan róður frá Sugurðarstaðavík á Melrakkasléttu. 30 km róður á 3 klst og 30 mín. Meðalhraði um 7.5 km/klst.


15. júlí: Raufarhöfn- Þórshöfn
Guðni Páll var veðurtepptur á Raufarhöfn frá 13.-15. júlí þegar hann lenti þar eftir róður frá Rifstanga í bröttum sjó og vestan vindstreng. Það var kærkomið stopp á Raufarhöfn til að yfirfara allan búnaðinn að lokinni vosbúð allt frá því hann lagði upp frá Húsavík í slagviðri alla daga.
Og nú er hann endurnærður og ferðabúnaður í góðu lagi. Hann lagði upp frá Raufarhöfn hálfsex þennan morgun í hægbreytilegri átt, 2-4 m/sek og 7 stiga hita. Sjórinn var úfinn inn Þistilfjörðinn en vindur hægur. Var róðurinn mjög krefjandi. Gömul hafalda af norðri 1,5- 2,5 m var erfið. Hann tók smá matarpásu milli kletta skömmu áður en hann fór í þverun Þistilfjarðar í átt að Þórshöfn. Þá byrjaði ballið. Vindur skall á,12 m/sek beint á móti og þá var vindaldan komin þvert á gömlu hafölduna þannig að úr varð suðupottur. Á tímabili var Guðni Páll á því að snúa við og hætta þessari erfiðu þverun. En þrautseigjan varð yfirsterkari og áfram var puðað móti veðrinu. Hnúfubakur kom upp um 4-5 metra frá honum og veifaði sporðblöðkunni hátt á loft áður en hann kafaði í djúpið. Hníðingar léku listir sína með hástökki og skemmtilegheitum allt í kring. Hann lenti á Þórshöfn í Langanesi um klukkan hálf eitt síðdegis eftir 7 klst. róður á meðalhraðanum 6,7 km/klst.
Á Þórshöfn fékk hann mjög veglegar móttökur. Björgunarsveit staðarins flutti bátinn með öllu í hús og Guðna Páli boðinn gisting og náði hann að hvílast vel.
Upplýsingar og myndir eru fengnar af síðu kayakklúbbsins.


Þá er gaman að sjá í lokin hversu miklu hann hefur lokið af hringferð sinni og hversu stutt hann á eftir

Haganesvík – Siglufjörður
The weather was good until they came to Mánárskriður. There it became windy and heavy to kayak until they turned in Sauðanesviti and headed for Siglufjörður.
Siglufjörður – Þorgeirsfjörður í Fjörðum
It took seven hours to kayak to Þorgeirsfjörður including half an hour stop at Hvanndalabjörg. They got permission to spend the nigth at a cabin belonging to Ferðafélagið Fjörðungur in Grenivík.
Þorgeirsfjörður in Fjörðum – Húsavík in Skjálfandi
Today the aim was Húsavík. They stopped once to rest on the way but when they continued the weather had gone a lot worse so those 44 km were difficult to kayak. A few minkiwhales came by to greet them and they saw a few humpback whale too. Here his kayak partner Þóra Atladóttir said goodbye, she has been a very important companion to Guðni since Hraun in Skagi. From now on Guðni will be kayaking on his own the rest of the way.
Húsavík in Skjálfandi- Fjallhöfn in Öxarfjörður
Guðni Páll landed in Fjallhöfn in Öxarfjörður around four o’clock after 40 km kayaking. It took 6,5 hours including a half an hour stop to rest and feed.
Fjallhöfn in Öxarfjörður – Nýhöfn in Melrakkaslétta
Guðni Páll departured at nine and at half past three in the afternoon, when he came to shore he was a bit cold and wet. Today he finished 35 km in 6 hours.
Kópasker – Rifstangi in Melrakkaslétta
At 9 am on July the 12th Guðni Páll departured Kópasker in a heavy rain and temperature of 6°C. He arrived in Sigurðarstaðarvík (in Rifstangi) at around 2:30 pm.
Rifstangi (Sigurðarstaðir) – Raufarhöfn
At around 11 am Guðni Páll departured from Sigurðarstaðir. It was windy, 10 m/sec at first but got better around noon, 5 m/sec with 1 meter high waves. He came to Raufarhöfn just after 2:30 pm after 30 km kayaking in 3 hours with the average speed of 7,5 km/phr.
Raufarhöfn- Þórshöfn
Guðni Páll was weather-bound in Raufarhöfn from 13.-15. of July. It was actually a good thing because it gave him the change to go over his equipment and rest a bit after the hardship at sea these last dayes.
Well rested and well equiped he departured Raufarhöfn at 5:30 am in 2-4 m/sek and 7°C. The conditions were difficult. He took a pause to eat just before crossing Þistilfjörður but then the weather got a lot worse. Wind of 12 m/sec and high waves. He was thinking of turning around but decited to fight it and came to Þórshöfn in Langanes around 12:30 pm after 7 hours of kayaking at the average speed of 6,7 km/phr. In Þórshöfn he was highly welcomed, got a place to stay overnight and help with carrying the kayak.