25. júlí – Ker við Héraðsflóa

Þótt veðurblíðan hafi leikið við okkur á mest öllu landinu undanfarna daga hefur Guðni Páll lítið getað notfært sér það. Skilyrði hafa verið mjög slæm til róðra, svarta þoka eða sjólag úfið. Á mánudag kom hann að landi í Strandhöfn í utanverðum Vopnafirðinum og komst ekki áfram fyrr en í gær, þó ekki fyrr en upp úr hádegi vegna þokunnar sem lá þar yfir en hún orsakast vegna hitans sem hefur verið á þessu svæði. Um klukkán hálf fjögur hafði Guðni Páll þverað Vopnafjörðinn og réri síðan inn með Kollumúla á norðanverðum Héraðsflóa að Keri. Hann lenti svo þar þegar klukkuna vantaði rétt korter í fimm síðdegis. Alla þessa 30 km réri hann í mikilli þoku með mest 400 metra skyggni. 

Vonandi verða skilyrðin betri í dag. 

Við minnum ykkur á símanúmerin hér til hliðar og hvetjum til að þið styrkið hann og hans góða verkefni. 

Upplýsingar og myndir eru fengnar af síðu Kayakklúbbsins.

  Image

Image

Even though we have had really good weather these last few days Guðni Páll has not been able to use it. The conditions have been really bad for kayaking. Heavy fog and rough sea. Last monday he came to Strandhöfn in outer Vopnafjörður but was not able to continue until yesterday noon due to the fog, caused by the heat in the air. Around half past three, yesterday afternoon Guðni Páll had crossed Vopnafjörður and paddled along Kollumúla at the north part of Héraðsflói all the way to Ker. There he landed around 4:45 pm after 30 km paddling in a heavy fog, with visibility of 400 meters at the most.

Let’s hope he will get better conditions today.

Please take your time to donate to his worthy project.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

23. júlí – Vopnafjörður

Klukkan 13 í gærdag ýtti Guðni Páll kayak sínum frá landi í Svartanesi við Digranesvita. Hann hafði ætlað sér að ná að Strandarhöfn en vegna sjólags komst hann ekki alla leið. Mikill hitafarsvindur hafði ýft sjó upp meðfram Viðvíkurbjargi og sjávarhömrum alla leið að Strandhöfn.

Því þurfti hann að halda þaðan sem frá var horfið og ná Strandhöfn í utanverðum Vopnafirði. Þar hafði hann hugsað sér að meta aðstæður og sjá hvort hann gæti haldið förinni eitthvað áfram. Róðurnn gekk vel, veður og sjólag gott. En hins vegar réri hann inn í svarta þoku sem gerði það að verkum að hann gat ekki þverað Vopnafjörðinn, eins og hann hafði vonast til. Kayakinn sést ekki á radar og mikil skipa- og bátaumferð er um fjörðinn. Vonandi nær hann að mjaka sér innar fjörðinn í dag.

Nú styttist í það að hann nái hringnum og hvetjum við því alla til að hringja eitt símtal í eina af styrktarlínunum og sýna ykkar stuðning í verki.

Upplýsingar fengnar af síðu Kayakklúbbsins

— 

At one o’clock pm yesterday Guðni Páll departured Svartanes close to Digranesviti. He had tried to go all the way to Strandahöfn the day before but due to high waves he was not able to reach his destination and had to call it a day at Svartanes.

So yesterday he had to try to continue and get to Strandhöfn. There he had thought to evaluate the situation and see if he could continue further south. But due to heavy fog he had to stop there. Hopefully he will be able to continue today.

Please consider supporting him, every penny counts.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

21. júlí – Strandhöfn á Vopnafirði

Í nótt gisti Guðni Páll í Þórshöfn hjá vinafólki eftir að hafa náð að Eiðsvík á sunnanverðu Langanesi í gær. Í dag lagði hann svo af stað klukkan 9:20 þar sem hann ætlar að taka 16 km þverun yfir Bakkaflóann og róa til Strandhafnar, sem liggur við utanverðan Vopnafjörð. Alls gera þetta þá um 46 km. 

Veður : Hæg breytileg átt 2-6 m/ sek en gætu verið vindstrengir vegna fjalllendis. Hiti 20°C

Sjólag : Gæti verið 0,5 – 1 m ölduhæð, einkum eftir að fyrir Bakkaflóann er komið. Það er 0,8 m við Kögurdufl.

Upplýsingar og mynd fengin af síðu kayakklúbbsins

 Image

Last night Guðni Páll spent the night with friends in Þórshöfn after landing in Eiðisvík yesterday. Today he left Eiðisvík at 9:20 where he will be crossing Bakkaflói, an 16 km paddling at open sea. He will be paddling all the way to Strandhöfn, all in all 46 km 

The weather is good, 2-6 m/sec and 20°C. The waves could reach up to 0,5-1 meters on the way. 

Posted in Uncategorized | Leave a comment

20. júlí – Eiðisvík eða Bakkafjörður

Eftir frábæran róður í gær, þar sem Guðni Páll réri fyrir Langanesið, lagði hann upp frá Skálum á sunnanverðu Langanesinu klukkan 10 í morgun og hélt áfram róðri sínum um landið. Leið hans liggur með sunnanverðu Langanesi allt í Eiðsvíkina. Þar mun hann taka ákvörðun um hvort hann þverar Bakkaflóann allt til Bakkafjarðar. Þá myndi hann klára 42 km í dag en allt ræðst það af veðri og sjólagi.

Í veðurkortunum eru líkindi til að vindur verði honum hagstæður yfir þessa 20 km þverun á Bakkaflóa og sjólag sýnist honum einnig hagstætt.

Eins og er blæs nokkuð hvasst frá vestri en það snýst um hádegi í logn og síðdegis í A-NA innlögn sem er þá lens yfir Bakkaflóann.

En allt skýrist þetta þegar í Eiðsvíkina er komið.

Veður: 4-6 m/sek af V í fyrstu , síðan hægviðri, en snýst í ANA síðdegis. Hiti 13°C

Sjólag: 0.6 m ölduhæð inn Bakkaflóann af NA

Upplýsingar og myndir fengnar af síðu Kayakklúbbsins.

Image

Image 

At 10 o’clock this morning Guðni Páll departured from Skálar in Langanes. Now he will be paddling along the south coast of Langanes to Eiðisvík. There he will decide if he continues and crosses Bakkaflói all the way to Bakkafjörður. That would make 42 km but all depends on weather and sea.

 

As it looks now the wind should be in his favour when he crosses Bakkaflói. But we’ll see when he comes to Eiðisvík.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

19. júlí – Kominn fyrir Langanesið og til Skála!

Naglinn kominn til Skála!

Hann lenti á Skálum um kl 15:10 eftir um 46 km róður frá Heiðarhöfn á norðanverðu Langanesi, þaðan sem hann hóf róðurinn kl 08:40 í morgun.
Veður á leiðinni var afbragðs gott, að mestu sól og 15 °C hiti.
Hann þveraði fyrir allar víkur og flóa og stytti þannig leiðina um 10 km. 

Og svo mikil var gleðin þegar fyrir Font var komið að hann lagði ári í bát , lét reka og “settist” að snæðingi. Þó svo matartíminn hafi verið skammur þá ferðaðist hann samt um 3 km leið í suður- svo mikill var straumurinn fyrir Fontinn. 

Að matartíma loknum var tekið til árinnar og róið knálega til Skála. 
Spotttækið hegðaði sér samkvæmt venju, ef land er tekið innan 10 mín frá síðasta merki- þá kemur ekki nýtt merki frá kyrrstæðu tæki. 
Sjólag var gott.

Sem sagt þessi fyrirséða erfiða róðrarferð fyrir Fontinn reyndist hin ánægjulegasta, en Guðni Páll var búinn að leggjast mjög djúpt í pælingu á að sigra Fontinn og það gerði hann svo sannalega með glæsibrag.

Texti fenginn af síðu kayakklúbbsins.

Image

Guðni Páll has passed the eastest part of Langanes. The weather was very good, mostly sunny and 15°C, and the sea was mostly calm.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

19. júlí – Lagt upp frá Heiðarhöfn

Guðni Páll lagði upp frá Heiðarhöfn klukkan 8:40 í morgun og freistar þess að róa fyrir Langanesið. Þetta er um 56 km kafli ef hann nær að róa alveg til Skála á suðurströndinni, eins og hann ugglaust reynir að gera. En eins og við minntumst á í gær þá eru hamraberg og stórgrýttar fjörur mest alla leiðina þangað og aðstæður allar mjög erfiðar ef ekki er stilla og sléttur sjór. Það verður því afar spennandi að sjá hvernig gengur hjá honum í dag. 

Guðni Páll hefur verið styrktur af ýmsum aðilum með búnað og ýmislegt annað og má geta þess að kajakinn sem hefur hefur verið að róa á kringum landið er af tegundinni Rockpool Taran. Þetta er rúmgóður og hraðskreiður bátur með hvasst, lóðrétt stefni. Árin er svo af gerðinni Lendal.

Nú hefur hann lagt að baki um 1770 km og eftir eru á að giska rúmlega 450 km ferð til að loka hringnum. Við hvetjum ykkur eindregið til að styrkja hann í þessu stóra verkefni hans og styrkja þar með Samhjálp. 

Mynd: Land og saga (landogsaga.is) Image

Guðni Páll departured Heiðarhöfn at 8:40 this morning and tries to pass Langanes whitch is a 56 km way to go, if he reaches all the way to Skálar on the south coast of Langanes. The cost consists manly of big rocks and steep cliffs all the way so it will be a hard paddling today and very exciting to see how he will do.

Guðni Páll has had good support from many parties, also regarding his equipment and it’s worth mentioning that the kayak he has been using is of the type Pockpool Taran, a spacious, fast kayak, and he uses a Lendal oar.

Now he has paddled around 1770 km and has yet to go around 450 km to close his circle around Iceland. We urge you to support him and his great project, and thereby support Samhjálp.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

18. júlí – Langanes

Núna bíða þeir félagar Guðni Páll og róðrafélagi hans, Eymundur Ingimundarson, færis á að róa fyrir Langanesið. Róðrarleggurinn frá Heiðarhöfn að Skálum á suðurströnd Langanes er um 56 km langur.

Lendingarskilyrði á allri þeirri leið eru engin ef ekki er stilltur sjór.

Hamraberg og stórgrýttar fjörur einkenna leiðina. Að róa fyrir Font, austasta útvörð Langanes, er um eina af mestu straumröstum við Ísland yfir að fara.

Allt þetta krefst góðra skilyrða til lofts og sjávar.

Útlit er fyrir að ekki verði ferðafært fyrr en á föstudag 19. júlí og þá jafnvel að nóttu.

Texti og mynd fengin af síðu kayakklúbbsins.

Image

 

Guðni Páll and his paddling partner, Eymundur Ingimundarson, are now waiting for the weather to get better to be able to pass Langanes. The trip from Heiðarhöfn to Skálar on the south cost of Langanes, is around 56 km. There is no place to land on the way unless the weather is good and the sea calm.

Now it looks like they will not be able to departure until tomorrow night.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

17. júlí Heiðarhöfn á Langanesi

Nú hefur góður kayakræðari komið til liðs við Guðna Pál á Þórshöfn, Eymundur Ingimundarson ætlar að róa með Guðna Páli næstu daga. Þeir lögðu í gær upp frá Þórshöfn og réru yfir í Heiðarhöfn á Langanesi. Þeir félagar Guðni Páll og Eymundur lentu á Heiðarhöfn á Langanesi um kl 14:10 eftir 19 km róður frá Þórshöfn.

Vegna veðurskilyrða hefur ekki verið fært að róa fyrir Langanesið eins og er, þess vegna er Guðni Páll að þoka sér lengra út með Langanesinu, stuttan legg, til að nýta skamma og færa verðurkafla. Það styttir leiðina fyrir Langanesið að róa fyrir Font, austasta hlutann, en þar er mikil straumröst, Langanesröstin. Það er síðasta stóra röstin sem Guðni hann þarf að sigra á leið sinni um Ísland. Hann verður því að sæta færis með veður og sjólag þegar hann fer fyrir Font og yfir í Skála, á sunnanverðu Langanesi. Lendingar frá Heiðarhöfn og að Skálum eru fáar og allar grýttar. Það er því mikilvægt að fá stilltan sjó þessa löngu og erfiðu leið.

Texti og mynd: Kayakklúbburinn.

Endilega gefið honum aukakraft með því að heita á hann þessa síðustu kílómetra. Símanúmerin eru hér til hliðar.

 Image

Guðni has now got another kayak partner, Eymundur Ingimundarson. He will be paddling with Guðni Páll these next few days. They departured Þórshöfn yesterday and paddled to Heiðarhöfn in Langanes. They arrived at 14:10 after 19 km.

Due to weather conditions they have not been able to go Langanes so Guðni Páll is trying to move slowly along Langanes in shorter sections. That makes it easier to pass Fontur, the eastest part of Langanes, were the stream is heavy. 

Guðni Páll doesn’t have a long way to go now and we urge you to give him an extra boost by donating to his project. 

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Haganes – Þórshöfn

Þótt færsluritari bregði sér í sumarfrí stöðvar það Guðna Pál ekki í að halda áfram hringferð sinni um landið á kayaknum. Í netheimaþögninni hefur hann róið átta róðraleggi og er nú kominn til Þistilfjarðar. Veðrið hefur síður en svo leikið við hann þetta sumarið en ótrúleg eljan heldur honum samt á floti. Hér kemur samantekt um ferð hans síðan síðast var fært inn á vefsíðuna:

6. júlí: Haganesvík – Siglufjörður

Þau voru í blíðu allt þar til þau komu móts við Mánárskriður.

Þá skall á norðanvindur og sjór ýfiðst upp. Það varð því mótbarningur hjá þeim allt þar til þau tóku kúrsinn fyrir Sauðanesvita og stefndu inn Siglufjörð. Vindur var með þeim allt inn í höfn á Siglufirði.

Image

8. júlí: Siglufjörður- Þorgeirsfjörður í Fjörðum

Róðurinn tók um sjö klukkustundir að frádregnu hálftíma stoppi undir Hvanndalabjörgum vestan Eyjafjarðar.

Þau fengu leyfi til að gista í húsi ferðafélagsins Fjörðungar á Grenivík og kveiktu upp í olíuofni til að fá í sig hita og þurrka fatnaðinn enda mikil rigning meginn hluta róðursins frá Siglufirði og hitastigið ekki hátt 5-7°C.

Það var stillt í sjóinn alla leiðina, en vindur var á móti þeim yfir Eyjafjörðinn og allt í Þorgeirsfjörð. Þau eru dolfallin yfir þessu magnaða umhverfi á þessum slóðum og þá sérstaklega Hvanndalsbjörgin vestan fjarðar.

Image

9. júlí: Þorgeirsfjörður í Fjörðum- Húsavík á Skjálfanda

Markmiðið þennan dag var að róa á Húsavík á Skjálfanda. Þau tóku eitt hvíldarstopp á leiðinni við norðurenda Naustavíkur, gegnt Flatey á Skjálfanda. Þegar þau hins vegar héldu aftur af stað var kominn norðanstrengur með verulegri haföldu á hlið. Það sjólag hélst allt til Húsavíkur. Það varð því talsverður átakaróður að róa þessa 44 km sem leiðin spannaði.

Nokkrar hrefnur heilsuðu upp á þau og syntu m.a undir kayakana þeirra en allt í friði. Hnúfubakar sáust blása utar á Skjálfanda.

Á Húsavík kvaddi Þóra Atladóttir en hún hefur verið Guðna Páli mikilvægur félagsskapur allt frá Hrauni á Skaga. Héðan í frá rær hann einn.

Image

10. júlí: Húsavík á Skjálfanda- Fjallhöfn í Öxarfirði

Rétt um klukkan hálf fjögur lenti Guðni Páll í Fjallhöfn í Öxarfirði eftir 40 km róður frá Húsavík á Skjálfanda og hafði verið 6.5 klst á leiðinni og tekið sér hálftíma stopp til að nærast og hvílast. Meðalhraðinn var því liðlega 7 km/klst.

Image

11. júlí: Fjallhöfn í Öxarfirði – Nýhöfn á Melrakkasléttu

Um klukkan níu lagði Guðni upp og reyndi róðurinn á með hefðbundnum hætti, þ.e. hann var orðinn blautur og kaldur er hann kom á land um klukkan hálf fjögur síðdegis. Róðurinn þennan dag reyndist 35 km leið og spannaði 6 klst.

Image

12. júlí: Kópasker – Rifstangi á Melrakkasléttu

Þann 12. júlí lagði Guðni Páll upp frá Kópaskeri um klukkan níu um morguninn. Það var mikil rigning og kuldi, 6°C, en logn. Guðna Páli miðaði róðurinn vel og kom hann á land í Sigurðarstaðavík um kl 14:30.

Image

13. júlí: Rifstangi (Sigurðarstaðir) – Raufarhöfn

Guðni Páll lagði upp frá Sigurðarstöðum klukkan 11. Veður var vindasamt, vestan 10 m/sek í fyrstu en lægði um hádegið í 5 m/sek Sjólag var vestan > 1 m. ölduhæð úr vestri og því meðbyr.

Guðni Páll lenti í höfninni á Raufarhöfn klukkan liðlega hálf þrjú síðdegis eftir glæsilegan róður frá Sugurðarstaðavík á Melrakkasléttu. 30 km róður á 3 klst og 30 mín. Meðalhraði um 7.5 km/klst.

Image

Image

15. júlí: Raufarhöfn- Þórshöfn

Guðni Páll var veðurtepptur á Raufarhöfn frá 13.-15. júlí þegar hann lenti þar eftir róður frá Rifstanga í bröttum sjó og vestan vindstreng. Það var kærkomið stopp á Raufarhöfn til að yfirfara allan búnaðinn að lokinni vosbúð allt frá því hann lagði upp frá Húsavík í slagviðri alla daga.

Og nú er hann endurnærður og ferðabúnaður í góðu lagi. Hann lagði upp frá Raufarhöfn hálfsex þennan morgun í hægbreytilegri átt, 2-4 m/sek og 7 stiga hita. Sjórinn var úfinn inn Þistilfjörðinn en vindur hægur. Var róðurinn mjög krefjandi. Gömul hafalda af norðri 1,5- 2,5 m var erfið. Hann tók smá matarpásu milli kletta skömmu áður en hann fór í þverun Þistilfjarðar í átt að Þórshöfn. Þá byrjaði ballið. Vindur skall á,12 m/sek beint á móti og þá var vindaldan komin þvert á gömlu hafölduna þannig að úr varð suðupottur. Á tímabili var Guðni Páll á því að snúa við og hætta þessari erfiðu þverun. En þrautseigjan varð yfirsterkari og áfram var puðað móti veðrinu. Hnúfubakur kom upp um 4-5 metra frá honum og veifaði sporðblöðkunni hátt á loft áður en hann kafaði í djúpið. Hníðingar léku listir sína með hástökki og skemmtilegheitum allt í kring. Hann lenti á Þórshöfn í Langanesi um klukkan hálf eitt síðdegis eftir 7 klst. róður á meðalhraðanum 6,7 km/klst.

Á Þórshöfn fékk hann mjög veglegar móttökur. Björgunarsveit staðarins flutti bátinn með öllu í hús og Guðna Páli boðinn gisting og náði hann að hvílast vel.

Upplýsingar og myndir eru fengnar af síðu kayakklúbbsins.

Image

Image

Þá er gaman að sjá í lokin hversu miklu hann hefur lokið af hringferð sinni og hversu stutt hann á eftir

Image

Haganesvík – Siglufjörður

The weather was good until they came to Mánárskriður. There it became windy and heavy to kayak until they turned in Sauðanesviti and headed for Siglufjörður.

Siglufjörður – Þorgeirsfjörður í Fjörðum

It took seven hours to kayak to Þorgeirsfjörður including half an hour stop at Hvanndalabjörg. They got permission to spend the nigth at a cabin belonging to Ferðafélagið Fjörðungur in Grenivík.

Þorgeirsfjörður in Fjörðum – Húsavík in Skjálfandi

Today the aim was Húsavík. They stopped once to rest on the way but when they continued the weather had gone a lot worse so those 44 km were difficult to kayak. A few minkiwhales came by to greet them and they saw a few humpback whale too. Here his kayak partner Þóra Atladóttir said goodbye, she has been a very important companion to Guðni since Hraun in Skagi. From now on Guðni will be kayaking on his own the rest of the way.

Húsavík in Skjálfandi- Fjallhöfn in Öxarfjörður

Guðni Páll landed in Fjallhöfn in Öxarfjörður around four o’clock after 40 km kayaking. It took 6,5 hours including a half an hour stop to rest and feed.

Fjallhöfn in Öxarfjörður – Nýhöfn in Melrakkaslétta

Guðni Páll departured at nine and at half past three in the afternoon, when he came to shore he was a bit cold and wet. Today he finished 35 km in 6 hours.

Kópasker – Rifstangi in Melrakkaslétta

At 9 am on July the 12th Guðni Páll departured Kópasker in a heavy rain and temperature of 6°C. He arrived in Sigurðarstaðarvík (in Rifstangi) at around 2:30 pm.

Rifstangi (Sigurðarstaðir) – Raufarhöfn

At around 11 am Guðni Páll departured from Sigurðarstaðir. It was windy, 10 m/sec at first but got better around noon, 5 m/sec with 1 meter high waves. He came to Raufarhöfn just after 2:30 pm after 30 km kayaking in 3 hours with the average speed of 7,5 km/phr.

Raufarhöfn- Þórshöfn

Guðni Páll was weather-bound in Raufarhöfn from 13.-15. of July. It was actually a good thing because it gave him the change to go over his equipment and rest a bit after the hardship at sea these last dayes.

Well rested and well equiped he departured Raufarhöfn at 5:30 am in 2-4 m/sek and 7°C. The conditions were difficult. He took a pause to eat just before crossing Þistilfjörður but then the weather got a lot worse. Wind of 12 m/sec and high waves. He was thinking of turning around but decited to fight it and came to Þórshöfn in Langanes around 12:30 pm after 7 hours of kayaking at the average speed of 6,7 km/phr. In Þórshöfn he was highly welcomed, got a place to stay overnight and help with carrying the kayak.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

4. júlí – Þolinmæði og bið

Guðni Páll er nú staddur á Akureyri þar sem hann hélt kynningu í fyrradag á Glerártorgi og gekk hún mjög vel. Mikið af fólki kom og fræddist um ferð hans og búnað. Nú bíður hann veðurs og sjólags til framhaldsins. Mikill sjór er fyrir norðurlandi og ekki ferðafært.

Þrálát norðanátt hefur verið frá því hann lenti í Haganesvík. Vonandi verður mögulegt fyrir hann að róa eitthvað á föstudag 5. júli og þá til Siglufjarðar. Útlitið er hins vegar ekki bjart fram yfir helgi, slæmt veður og sjór.

En það er engin uppgjöf í Guðna Páli, síður en svo. Nú þarf hann bara að bíða af sér veðrið og gefa svo duglega í þegar því linnir og klára róðurinn til Hafnar í Hornafirði. Við skoðun á hringferðum fyrri kayakræðara er ljóst að Guðni Páll hefur fengið alversta veður þeirra allra.

En Guðni Páll er staðráðinn í að sigra.

Upplýsingar fengnar frá síðu Kayakklúbbsins.

Læt hér fljóta með viðtal N4 við Guðna Pál og Sigurlaugu Ragnarsdóttur, verkefnastjóra ferðarinnar.

http://www.n4.is/tube/file/view/3513/

Eins og Sigurlaug (eða Hafdís ólátabelgur, eins og hún er nefnd hjá N4) benti á þá er mjög sniðugt að heita 1-3 krónum á hvern kílómetra. Það veitir Guðna aðhald og styður Samhjálp í leiðinni.

—————–

Guðni Páll is in Akureyri where he two days ago was in Glerártorg, educating people about this project Around Iceland and showing his equipment. Now he is waiting for the weather to get better so he can continue. Hopefully he will be able to kayak some tomorrow but it doesn’t look good over the weekend.

But Guðni Páll is not about to give upp. Now he just has to wait patiently for the weather to get on his side and then finish his kayaktrip to Höfn in Hornafjörður.

In the link above you can see an interview in Icelandic with Guðni Páll and the prodject manager of this prodject, Sigurlaug Ragnarsdóttir.

Posted in Uncategorized | Leave a comment