19. júlí – Kominn fyrir Langanesið og til Skála!

Naglinn kominn til Skála!

Hann lenti á Skálum um kl 15:10 eftir um 46 km róður frá Heiðarhöfn á norðanverðu Langanesi, þaðan sem hann hóf róðurinn kl 08:40 í morgun.
Veður á leiðinni var afbragðs gott, að mestu sól og 15 °C hiti.
Hann þveraði fyrir allar víkur og flóa og stytti þannig leiðina um 10 km. 

Og svo mikil var gleðin þegar fyrir Font var komið að hann lagði ári í bát , lét reka og “settist” að snæðingi. Þó svo matartíminn hafi verið skammur þá ferðaðist hann samt um 3 km leið í suður- svo mikill var straumurinn fyrir Fontinn. 

Að matartíma loknum var tekið til árinnar og róið knálega til Skála. 
Spotttækið hegðaði sér samkvæmt venju, ef land er tekið innan 10 mín frá síðasta merki- þá kemur ekki nýtt merki frá kyrrstæðu tæki. 
Sjólag var gott.

Sem sagt þessi fyrirséða erfiða róðrarferð fyrir Fontinn reyndist hin ánægjulegasta, en Guðni Páll var búinn að leggjast mjög djúpt í pælingu á að sigra Fontinn og það gerði hann svo sannalega með glæsibrag.

Texti fenginn af síðu kayakklúbbsins.

Image

Guðni Páll has passed the eastest part of Langanes. The weather was very good, mostly sunny and 15°C, and the sea was mostly calm.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s