1. ágúst – Hringnum lokað í Höfn í Hornafirði

Image

Með 55 róðraleggi og 2140 kílómetra að baki lagði Guðni Páll að höfn í Höfn í Hornafirði rétt um klukkan 19:40 í kvöld. Ferðin hófst þann 30. apríl og hafa þetta verið erfiðir þrír mánuðir, þar sem veðurguðirnir virðast hafa gert hvað þeir gátu til að halda honum frá takmarki sínu, að róa á kayak í kringum Ísland. En Guðni hafði betur og flestir hljóta að vera sammála um að hann sé ekki aðeins afreksmaður, heldur Töffari, með stóru T-i!

Svona ferð reynir ekki minna á andlegu hliðina en þá líkamlegur, og jafnvel enn frekar, eins og Guðni Páll sagði sjálfur frá í viðtali. Þetta hélt hann allt út og kláraði!

Innilega til hamingju með þennan stórkostlega árangur, Guðni Páll! Ferfalt húrra fyrir þér:
Húrra! Húrra! Húrra! HÚRRRAAA!!

Takk þið öll fyrir að fylgjast með okkur og leiðangri hans í kringum landið. Og að leiðarlokum hvetjum við ykkur til að leggja málefni hans lið og fagna árangri Guðna Páls.

Myndir fengnar af síðu kayakklúbbsins

Image

After 55 paddling days and 2140 km, Guðni Páll came to close the circle around Iceland in Höfn in Hornafjörður. The journey began 30th of April and these have been difficult three months, where the weather gods seem to have done everything in their power to stop him from achieving his goal, to kayak around Iceland. But Guðni Páll beat them and I think most people could agree that not only is he a Super-Achiever but a one Tough guy.. with the capital -T! This kind of journey is just as difficult mentally as it is physically, maybe even more, as Guðni Páll has him self described. But he came, he saw, he conquered!

Congratulations, Guðni Páll, on your amazing achievement! Quadruple Hurray for you:
Hurray! Hurray! Hurray! HURRRAAAAY!!!

Thank you all for following us and Guðni Páll’s paddling around Iceland. And now, at the end of this journey, we encourage you to support his cause by donation and celebrate Guðni Páll’s achievement.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

15 km í Höfn

Nú klukkan 17 á Guðni Páll aðeins 15 km eftir af róðrinum í kringum landið. Hann hefur verið að róa á að meðaltali 7,5 km/klst. svo það lítur út fyrir að hann nái í höfn… í Höfn um klukkan 19 í kvöld. Endilega fylgist með honum á „spottinu“:

 

http://share.findmespot.com/shared/faces/viewspots.jsp?glId=0slJ7W2E80CHTLdWvOePSQ8ZEKWI2IeFR

 

Now, at 5 pm Guðni Páll only has about 15 km to go before he reaches Höfn in Hornafjörður. His average speed has been around 7,5 km/ph so it looks he will be reaching his destination at Höfn around 7 pm. You can follow him in the link above.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

1. ágúst – Hringnum lokað!

Eftir hádegi á veðrið að vera orðið það skaplegt að

að Guðni Páll ætlar sér að loka hringnum í dag. Hann áætlar að vera kominn í land á Höfn í Hornafirði á bilinu 18-20 í kvöld, eftir þriggja mánaða róður í kringum landið. Þetta verður gleðistund!

Endilega sýnið honum stuðning og leggið málefni hans lið með því að hringja í eitt númeranna hér hægra megin á síðunni eða gefa í áheitasöfnunina.

Mynd: Mads Wibe Lund

Image

After lunch today the weather should be good enough for Guðni Páll to finish his circle. His plan is to land in Höfn in Hornafjörður between 6 and 8 pm tonight, after three months of paddling. In should be a very very happy moment! 

Please show him your support by donating to his project.

http://www.aroundiceland2013.com/english.html

Posted in Uncategorized | 1 Comment

31. júlí – Veðurtepptur á Hvalsneskrók

Guðni Páll á einn róðralegg eftir til að klára hringinn. Hann sá fram á að geta klárað róðurinn í júlí, en það er hins vegar alveg í takt við þær aðstæður sem hann hefur þurft að glíma við í allt sumar, að hann kemst ekki áfram í dag. Hann er veðurtepptur.

Þegar Guðni lagði upp frá Djúpavogi í gærmorgun var gott veður og leit út fyrir ágætis veður og sjólag. Það breyttist hins vegar fljótt eftir að hann lagði af stað. Það tók að hvessa og lenti hann í mótvindi allan tímann. Með auknum vindi jókst öldugangur og eins og það væri ekki nóg þá skall á svarta þoka. Eftir því sem á ferðina leið versnaði veðrið. Hann leitaði eftir hugsanlegum lendingarstöðum en komst hvergi að landi vegna brims og grjóturðar í fjörum. Hann varð því að halda áfram. Vegna sjógangsins komst hann ekki í matarboxið, sem staðsett er fyrir aftan sætið, og var hann því matarlaus. Hann hafði þó sem betur fer vatn hjá sér. En matarlaus þverr orkan fljótt við svona erfiðar aðstæður.

Eftir að hafa ráðfært sig við sér reyndari kayakræðara ákvað hann að reyna ekki frekari lendingar, heldur reyna að komast að Hvalsneskrók, þar sem svo til sjólaust var. GPS tækið sem hann var með innihélt ekki sjókort og því hafði hann engar upplýsingar um allan þann skerjafláka sem liggur norðan og austan við Hvalsnesið. Í ofanálag var enn svartaþoka. Hann fékk því aðstoð frá Gæslunni, sem leiðbeindi honum í gegnum talstöð fyrir Hvalsnesið og inn í Hvalsneskrók.

Guðni Páll sagði að þetta væri líklegast mesti háski sem hann hefði lent í alla ferðina. Í sjö klukkustundir barðist hann við veðrið og brimið, matarlaus, en komst þó að lokum á leiðarenda.
Hversu mikill töffari er það?!

Kannski bara ágætt að hann fái að hvíla sig fyrir lokasprettinn.

Upplýsingar og mynd fengin af síðu kayakklúbbsins.

 Image

 Næstum komið! / Almost there!

 

Guðni Páll only has one part left of his paddling around Iceland. He thought he would be able to finish it in July, but just as all this summer has been, the conditions are bad so he has to wait a day or two

When Guðni Páll departed Djúpivogur, yesterday morning, the weather was good and the weather forecast showed a good day. It all changed soon after leaving Djúpivogur. The headwind got stronger and the waves higher. And as if that wasn’t enough, all of a sudden came a heavy fog. The weather just got worse by each kilometer. He tried to land in various places but there was too much rock by the shore and the waves too high. So he had to continue and try to get to Hvalsneskrókur. Due to the surfs he couldn’t get food from his box, whitch is located behind the seat. But thankfully he had water. But in these circumstances strength fails pretty rapidly.

After consulting with an older, more experienced kayaker, he decided not to try more landings and to continue to Hvalsneskrókur, where weather and sea was much better. The GPS did not include a sea map, so he had no information about all the rocks in the sea ahead of him. On top of that, the fog was still very heavy. The coast guard guided him, via transceiver, past the rocks to the landing place in Hvalsneskrókur 

Guðni Páll thought this was the most jeopardy he had come into on the route around Iceland. For seven hours he fought wether and surfs, without food, but thankfully he made it to the end.

What a guy!!

Maybe it’s just as well he gets some rest after this, before closing the circle.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

30. júlí – Djúpivogur

Guðni Páll lagði upp frá Vattarnesi um klukkan 11:30 í gærmorgun. Hann fékk góðan meðvind allt þar til kom að Kambanesi en þá datt allt í dúnalogn og stilltan sjó. Þokan var þónokkur þegar hann lagði af stað og þurfti hann því að fara gætilega þegar hann þveraði firðina en þarna eru strandveiðibátar á sjó og mikil umferð. Hann var þó í góðu sambandi við gæsluna svo tekið var tillit til hans í umferðarstjórnun á svæðinu. Þó þurfti hann að gæta ítrust varúðar er hann þveraði Berufjörðinn því talstöðvarsamband hjá honum var lítið og þar voru strandveiðimenn sem ekki tóku eftir honum. Hann áði sunnanmegin á Kambanesinu og hélt svo áfram róðrinum.

Þegar lygndi létti þokunni um leið og fékk Guðni Páll bjart og fínt skyggni það sem eftir var ferðarinnar. Hann ákvað að taka því rólega og spara orkuna fyrir lokasprettinn. Hann kom svo að Djúpavogi klukkan rétt um 18 í gærkvöldi eftir um 45 km róður. Þar beið hans svo gisting innandyra í nótt.

Guðni Páll lagði svo af stað aftur rétt um klukkan 9:30 í morgun og nú er stefnan tekin á Hvalsneskrók undir Eystrahorni. Þetta er um 38 km leið og á veðrið að vera gott með landinu en hvassara utar. Líklegt er að rigni á hann, allavega framan af degi. Hann gæti fengið smá öldu, 0,7 m.

Það er líklegra en ekki að Guðni Páll nái að loka hringnum í júlímánuði. Það þýðir að þetta er þá næstsíðasti róðurinn hans. Þá er um að gera að minna á styrktarsímana hér til hliðar.

903 7111 fyrir 1000 krónur

903 7112 fyrir 2000 krónur

903 7113 fyrir 3000 krónur

Upplýsingar og myndir fengnar af síðu kayakklúbbsins.

Image

Áætlaður róðraleggur í dag / The route Guðni Páll is planning to paddle today

Image

Hvalsneskrókur við Eystrahorn /Hvalsneskrókur at Eystrahorn

Image

Kort af róinni leið eftir gærdaginn. Guðni Páll á ótrúlega stutt eftir.

Map of the route Guðni Páll has paddled so far. He’s almost finished.

Guðni Páll depertured Vattarnes at around 11:30 yesterday. The wind was in his favour all the way to Kambanes, where the wind and sea became very still. At the beginning there was some fog and he had to be careful as he crossed the fjords, due to shiptraffic, but as the wind subsided the fog disappeared. He rested at the south coast of Kambanes before continuing his paddling.

He decided to take it easy to save some energy for the last kilometers and he came to Djúpivogur at 6 pm after 45 km. He spent the night indoors this time.

He then departure Djúpivogur around 9:30 this morning and now his destination is Hvalsneskrókur, right beneath Eystrahorn. It is a 38 km trip and the weather forecast says that the wind shouldn’t be to strong close to shore, but it will probably be raining, at least to begin with. Waves could reach up to 0.7 meters.

It’s very likely that Guðni Páll will finish his trip around Iceland in July. That means he’s only got two days left of paddling. No better time than now to remind you to donate to this project.

http://www.aroundiceland2013.com/english.html

Posted in Uncategorized | Leave a comment

29. júlí – Vattarnes við Reyðarfjörð

Nú er loks farið að sjá fyrir endann á þessu og þá hleypur kapp í kinn. Guðni Páll réri heila 50 km í gær, frá Skálanesi að Vattarnesi, á utanverðum Reyðarfirði. Hann lagði upp um klukkan 10 í gærmorgun og var kominn á Vattarnes um klukkan 17 og gekk róðurinn vel í hæglætisveðri en þoku. Þar á bæ var tekið höfðinglega á móti honum og var hann m.a. keyrður inn á Reyðarfjörð svo hann gæti fyllt á birgðirnar. 

Í dag er stefnan tekin á Berufjörðinn sunnanverðan. Það er um 45 km róður og er veður mjög hagstætt og sjór hægur. Hann hyggst leggja af stað klukkan 11.

Ef veðurguðirnir verða honum hlynntir næstu daga, þá ætti hann að eiga rétt um 2-3 daga til að loka hringnum.

Veður: Hæg NNA-átt

Sjólag: Sjólaust

Upplýsingar og myndir fengnar frá Kayakklúbbnum.

Fyrirhugaður róður í dag:

 Image

 

Kort af róinni leið:

Image

 

Guðni Páll paddled 50 km yesterday, all the way from Skálanes to Vattarnes in Reyðarfjörður. He departed at 10 yesterday morning and arrived in Vattarnes at around 5 pm. The paddling went well and the weather was gott, but a bit foggy. In Vattarnes he was highly welcomed and the helped him with a trip to Reyðarfjörður to stock up supplies for these next couple of days.

If the weather these next few days will be in Guðni’s favour, then he should only have about 2-3 days left to finish his circle.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

28. júlí – Viðtal við Guðna Pál

Rétt fyrir klukkan tíu í morgun lagði Guðni Páll upp frá Skálanesi við svipuð skilyrði og undanfarna daga, þoku en ágætis veðri. Nú er hann að færa sig austar og er hægt að fylgjast með staðsetningu hans hér: http://share.findmespot.com/shared/faces/viewspots.jsp?glId=0slJ7W2E80CHTLdWvOePSQ8ZEKWI2IeFR

Sirrý hringdi í Guðna Pál í morgun og tók við hann mjög gott viðtal í þætti sínum, rétt áður en hann lagði af stað frá Skálanesi. Þar lýsir hann ferð sinni og upplifun á hringferðinni. Hér má finna slóðina að viðtalinu sem hefst á 127. mínútu.

http://www.ruv.is/sarpurinn/sirry-a-sunnudagsmorgni/28072013-0

Just before ten o’clock this morning Guðni Páll departured Skálanes in simular conditions as these last couple of days, fog, but nice weather. You can see where he’s at by clicking on this link here:

http://share.findmespot.com/shared/faces/viewspots.jsp?glId=0slJ7W2E80CHTLdWvOePSQ8ZEKWI2IeFR

He was interviewed by Sirrý this morning at Rás 2, who called him just before departuring Skálanes. It is off course all in Icelandic, but here you can listen to it, it starts at 127. minute.

http://www.ruv.is/sarpurinn/sirry-a-sunnudagsmorgni/28072013-0

Posted in Uncategorized | Leave a comment

27. júlí – Borgarfjörður eystri

Guðna Páli gekk róðurinn mjög vel í gær, þrátt fyrir svarta þoku, og var hraðinn á fyrstu 25 kílómetrunum í kringum 8 km/klst. Hann réri þétt upp með landinu suður Héraðsflóann og tók sér hvíldarpásu þegar hann var kominn á syðri hluta hans. Eftir hana réri hann fyrir Kögur og kom inn í smábátahöfnina á Borgarfirði eystri rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis, eftir 41 kílómetra róður. Þoka einkenndi alla leiðina en þó var léttara yfir á Borgarfirði eystri. En Guðni var mjög sáttur og ánægður eftir góðan dag.

Þetta var nú kannski ekki heppilegasti tíminn fyrir hann að lenda þar, þar sem akkúrat þessa helgi er í gangi hátíðin Bræðslan og mikið af fólki í bænum.

Hann hélt svo för sinni áfram frá Borgarfirði eystri um klukkan níu í morgun. Hann náði ekkert mjög miklum svefni á tjaldstæðinu, eins og búast mátti við, vegna hátíðahaldanna á staðnum. Þokan virðist ekki ætla að yfirgefa hann alveg strax svo það verður væntanlega róið með hjálp GPS og áttavita aftur. Vindurinn er í fangið svo til í allan dag og ræðst því lengd róðursins algjörlega eftir styrk mótvindsins en spáin segir að hann verði 3-6 m/sek. og sjólaust. Hann stefnir þó á að ná að Skálanesi, sem er á Seyðisfirði sunnanverðum.

Upplýsingar og mynd fengin af síðu Kayakklúbbsins.

Ekki gleyma áheitasöfnuninni og styrktarnúmerunum. Hvert lítilræði skiptir máli.

Image  

The paddling went well yesterday despite of the heavy fog. His speed the first 25 km was around 8 km/ph. He paddled close to the shore and rested when he got to south part of Héraðsflói. He then paddled past Kögur and came to Borgarfjörður eystri just before 4 pm, after having paddled 41 km. He was very happy with the day. He could have reached Borgarfjörður eystri at a better time, since this weekend there is a festival, Bræðslan, going on there and lots of people in the place.

He continued this morning, departing at around 9 after not too much sleep at the camp site because of the festival. The fog does not seem to want to leave him too soon so he has to paddle with the help of GPS and a compass again today. His aim is Skálanes, on south part of Seyðisfjörður, but all depends how much wind there will be on the way. 

Please don’t forget the donation. Every penny counts.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

26. júlí – Borgarfjörður eystri

Enn er svartaþoka í Héraðsflóa en stormnum, sem kyrrsetti Guðna Pál, hefur lægt og sjórinn er lygn. Guðni ákvað því að leggja af stað um klukkan 10 í morgun og freista þess að komast allt til Borgarfjarðar eystri með hjálp GPS tækis og áttavita. Það gera um 36-37 kílómetra.

Róðurinn verður allur nálægt landi nema þegar hann þarf að fara fyrir Lagarfljótið og Jökulsá á Brú en báðar eru þær stórar og straumharðar. Því þarf hann að róa lengra úti á sjó. 

Veður: N hægviðri fram eftir degi, en snýst í A- SA 6- 7 m/sek seinnipartinn

Sjólag: Sjólaust 

Upplýsingar og myndir fengnar af síðu Kayakklúbbsins

Nú fer að styttast í að Guðni Páll hafi betur og nái að klára hringinn eftir tæplega tveggja mánaða barning við veðuröflin. Þennan mann er sko vert að styrkja. Endilega hringið í eitthvert númeranna hér til hliðar og leggið Guðna og góðu málefni hans lið.

  Image

Image

 

Borgarfjörður eystri.

The fog is still very heavy in Héraðsflói but the storm, that made Guðni Páll stay put for two days, has subsided and the sea is calm. He decided to departure at 10 am this morning and try to paddle all the way to Borgarfjörður eystri. That makes around 36-37 km.

He will be baddling close to shore all the way, except when he passes the exit of two glacial rivers with very strong currents. Then he has to go further out.  

Now that the end is close by, please consider donation to Guðni Páll and his worthy project.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

25. júlí – Ófært um Héraðsflóann

Það er rok af suðri mikill sjór og hvítt í föll inn allan Héraðsflóann. 
Það er því ekki róðrarveður í dag og frestast róðurinn því til morguns.

Texti fenginn af síðu Kayakklúbbsins.

 

Southerly winds are now blowing hard in Héraðsflói, too much for paddling today. Guðni Páll wil try again tomorrow.

Posted in Uncategorized | Leave a comment