Eftir frábæran róður í gær, þar sem Guðni Páll réri fyrir Langanesið, lagði hann upp frá Skálum á sunnanverðu Langanesinu klukkan 10 í morgun og hélt áfram róðri sínum um landið. Leið hans liggur með sunnanverðu Langanesi allt í Eiðsvíkina. Þar mun hann taka ákvörðun um hvort hann þverar Bakkaflóann allt til Bakkafjarðar. Þá myndi hann klára 42 km í dag en allt ræðst það af veðri og sjólagi.
Í veðurkortunum eru líkindi til að vindur verði honum hagstæður yfir þessa 20 km þverun á Bakkaflóa og sjólag sýnist honum einnig hagstætt.
Eins og er blæs nokkuð hvasst frá vestri en það snýst um hádegi í logn og síðdegis í A-NA innlögn sem er þá lens yfir Bakkaflóann.
En allt skýrist þetta þegar í Eiðsvíkina er komið.
Veður: 4-6 m/sek af V í fyrstu , síðan hægviðri, en snýst í ANA síðdegis. Hiti 13°C
Sjólag: 0.6 m ölduhæð inn Bakkaflóann af NA
Upplýsingar og myndir fengnar af síðu Kayakklúbbsins.
At 10 o’clock this morning Guðni Páll departured from Skálar in Langanes. Now he will be paddling along the south coast of Langanes to Eiðisvík. There he will decide if he continues and crosses Bakkaflói all the way to Bakkafjörður. That would make 42 km but all depends on weather and sea.
As it looks now the wind should be in his favour when he crosses Bakkaflói. But we’ll see when he comes to Eiðisvík.