19. júlí – Lagt upp frá Heiðarhöfn

Guðni Páll lagði upp frá Heiðarhöfn klukkan 8:40 í morgun og freistar þess að róa fyrir Langanesið. Þetta er um 56 km kafli ef hann nær að róa alveg til Skála á suðurströndinni, eins og hann ugglaust reynir að gera. En eins og við minntumst á í gær þá eru hamraberg og stórgrýttar fjörur mest alla leiðina þangað og aðstæður allar mjög erfiðar ef ekki er stilla og sléttur sjór. Það verður því afar spennandi að sjá hvernig gengur hjá honum í dag. 

Guðni Páll hefur verið styrktur af ýmsum aðilum með búnað og ýmislegt annað og má geta þess að kajakinn sem hefur hefur verið að róa á kringum landið er af tegundinni Rockpool Taran. Þetta er rúmgóður og hraðskreiður bátur með hvasst, lóðrétt stefni. Árin er svo af gerðinni Lendal.

Nú hefur hann lagt að baki um 1770 km og eftir eru á að giska rúmlega 450 km ferð til að loka hringnum. Við hvetjum ykkur eindregið til að styrkja hann í þessu stóra verkefni hans og styrkja þar með Samhjálp. 

Mynd: Land og saga (landogsaga.is) Image

Guðni Páll departured Heiðarhöfn at 8:40 this morning and tries to pass Langanes whitch is a 56 km way to go, if he reaches all the way to Skálar on the south coast of Langanes. The cost consists manly of big rocks and steep cliffs all the way so it will be a hard paddling today and very exciting to see how he will do.

Guðni Páll has had good support from many parties, also regarding his equipment and it’s worth mentioning that the kayak he has been using is of the type Pockpool Taran, a spacious, fast kayak, and he uses a Lendal oar.

Now he has paddled around 1770 km and has yet to go around 450 km to close his circle around Iceland. We urge you to support him and his great project, and thereby support Samhjálp.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s