4. júlí – Þolinmæði og bið

Guðni Páll er nú staddur á Akureyri þar sem hann hélt kynningu í fyrradag á Glerártorgi og gekk hún mjög vel. Mikið af fólki kom og fræddist um ferð hans og búnað. Nú bíður hann veðurs og sjólags til framhaldsins. Mikill sjór er fyrir norðurlandi og ekki ferðafært.

Þrálát norðanátt hefur verið frá því hann lenti í Haganesvík. Vonandi verður mögulegt fyrir hann að róa eitthvað á föstudag 5. júli og þá til Siglufjarðar. Útlitið er hins vegar ekki bjart fram yfir helgi, slæmt veður og sjór.

En það er engin uppgjöf í Guðna Páli, síður en svo. Nú þarf hann bara að bíða af sér veðrið og gefa svo duglega í þegar því linnir og klára róðurinn til Hafnar í Hornafirði. Við skoðun á hringferðum fyrri kayakræðara er ljóst að Guðni Páll hefur fengið alversta veður þeirra allra.

En Guðni Páll er staðráðinn í að sigra.

Upplýsingar fengnar frá síðu Kayakklúbbsins.

Læt hér fljóta með viðtal N4 við Guðna Pál og Sigurlaugu Ragnarsdóttur, verkefnastjóra ferðarinnar.

http://www.n4.is/tube/file/view/3513/

Eins og Sigurlaug (eða Hafdís ólátabelgur, eins og hún er nefnd hjá N4) benti á þá er mjög sniðugt að heita 1-3 krónum á hvern kílómetra. Það veitir Guðna aðhald og styður Samhjálp í leiðinni.

—————–

Guðni Páll is in Akureyri where he two days ago was in Glerártorg, educating people about this project Around Iceland and showing his equipment. Now he is waiting for the weather to get better so he can continue. Hopefully he will be able to kayak some tomorrow but it doesn’t look good over the weekend.

But Guðni Páll is not about to give upp. Now he just has to wait patiently for the weather to get on his side and then finish his kayaktrip to Höfn in Hornafjörður.

In the link above you can see an interview in Icelandic with Guðni Páll and the prodject manager of this prodject, Sigurlaug Ragnarsdóttir.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s