30. júlí – Djúpivogur

Guðni Páll lagði upp frá Vattarnesi um klukkan 11:30 í gærmorgun. Hann fékk góðan meðvind allt þar til kom að Kambanesi en þá datt allt í dúnalogn og stilltan sjó. Þokan var þónokkur þegar hann lagði af stað og þurfti hann því að fara gætilega þegar hann þveraði firðina en þarna eru strandveiðibátar á sjó og mikil umferð. Hann var þó í góðu sambandi við gæsluna svo tekið var tillit til hans í umferðarstjórnun á svæðinu. Þó þurfti hann að gæta ítrust varúðar er hann þveraði Berufjörðinn því talstöðvarsamband hjá honum var lítið og þar voru strandveiðimenn sem ekki tóku eftir honum. Hann áði sunnanmegin á Kambanesinu og hélt svo áfram róðrinum.

Þegar lygndi létti þokunni um leið og fékk Guðni Páll bjart og fínt skyggni það sem eftir var ferðarinnar. Hann ákvað að taka því rólega og spara orkuna fyrir lokasprettinn. Hann kom svo að Djúpavogi klukkan rétt um 18 í gærkvöldi eftir um 45 km róður. Þar beið hans svo gisting innandyra í nótt.

Guðni Páll lagði svo af stað aftur rétt um klukkan 9:30 í morgun og nú er stefnan tekin á Hvalsneskrók undir Eystrahorni. Þetta er um 38 km leið og á veðrið að vera gott með landinu en hvassara utar. Líklegt er að rigni á hann, allavega framan af degi. Hann gæti fengið smá öldu, 0,7 m.

Það er líklegra en ekki að Guðni Páll nái að loka hringnum í júlímánuði. Það þýðir að þetta er þá næstsíðasti róðurinn hans. Þá er um að gera að minna á styrktarsímana hér til hliðar.

903 7111 fyrir 1000 krónur

903 7112 fyrir 2000 krónur

903 7113 fyrir 3000 krónur

Upplýsingar og myndir fengnar af síðu kayakklúbbsins.

Image

Áætlaður róðraleggur í dag / The route Guðni Páll is planning to paddle today

Image

Hvalsneskrókur við Eystrahorn /Hvalsneskrókur at Eystrahorn

Image

Kort af róinni leið eftir gærdaginn. Guðni Páll á ótrúlega stutt eftir.

Map of the route Guðni Páll has paddled so far. He’s almost finished.

Guðni Páll depertured Vattarnes at around 11:30 yesterday. The wind was in his favour all the way to Kambanes, where the wind and sea became very still. At the beginning there was some fog and he had to be careful as he crossed the fjords, due to shiptraffic, but as the wind subsided the fog disappeared. He rested at the south coast of Kambanes before continuing his paddling.

He decided to take it easy to save some energy for the last kilometers and he came to Djúpivogur at 6 pm after 45 km. He spent the night indoors this time.

He then departure Djúpivogur around 9:30 this morning and now his destination is Hvalsneskrókur, right beneath Eystrahorn. It is a 38 km trip and the weather forecast says that the wind shouldn’t be to strong close to shore, but it will probably be raining, at least to begin with. Waves could reach up to 0.7 meters.

It’s very likely that Guðni Páll will finish his trip around Iceland in July. That means he’s only got two days left of paddling. No better time than now to remind you to donate to this project.

http://www.aroundiceland2013.com/english.html

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s