31. júlí – Veðurtepptur á Hvalsneskrók

Guðni Páll á einn róðralegg eftir til að klára hringinn. Hann sá fram á að geta klárað róðurinn í júlí, en það er hins vegar alveg í takt við þær aðstæður sem hann hefur þurft að glíma við í allt sumar, að hann kemst ekki áfram í dag. Hann er veðurtepptur.

Þegar Guðni lagði upp frá Djúpavogi í gærmorgun var gott veður og leit út fyrir ágætis veður og sjólag. Það breyttist hins vegar fljótt eftir að hann lagði af stað. Það tók að hvessa og lenti hann í mótvindi allan tímann. Með auknum vindi jókst öldugangur og eins og það væri ekki nóg þá skall á svarta þoka. Eftir því sem á ferðina leið versnaði veðrið. Hann leitaði eftir hugsanlegum lendingarstöðum en komst hvergi að landi vegna brims og grjóturðar í fjörum. Hann varð því að halda áfram. Vegna sjógangsins komst hann ekki í matarboxið, sem staðsett er fyrir aftan sætið, og var hann því matarlaus. Hann hafði þó sem betur fer vatn hjá sér. En matarlaus þverr orkan fljótt við svona erfiðar aðstæður.

Eftir að hafa ráðfært sig við sér reyndari kayakræðara ákvað hann að reyna ekki frekari lendingar, heldur reyna að komast að Hvalsneskrók, þar sem svo til sjólaust var. GPS tækið sem hann var með innihélt ekki sjókort og því hafði hann engar upplýsingar um allan þann skerjafláka sem liggur norðan og austan við Hvalsnesið. Í ofanálag var enn svartaþoka. Hann fékk því aðstoð frá Gæslunni, sem leiðbeindi honum í gegnum talstöð fyrir Hvalsnesið og inn í Hvalsneskrók.

Guðni Páll sagði að þetta væri líklegast mesti háski sem hann hefði lent í alla ferðina. Í sjö klukkustundir barðist hann við veðrið og brimið, matarlaus, en komst þó að lokum á leiðarenda.
Hversu mikill töffari er það?!

Kannski bara ágætt að hann fái að hvíla sig fyrir lokasprettinn.

Upplýsingar og mynd fengin af síðu kayakklúbbsins.

 Image

 Næstum komið! / Almost there!

 

Guðni Páll only has one part left of his paddling around Iceland. He thought he would be able to finish it in July, but just as all this summer has been, the conditions are bad so he has to wait a day or two

When Guðni Páll departed Djúpivogur, yesterday morning, the weather was good and the weather forecast showed a good day. It all changed soon after leaving Djúpivogur. The headwind got stronger and the waves higher. And as if that wasn’t enough, all of a sudden came a heavy fog. The weather just got worse by each kilometer. He tried to land in various places but there was too much rock by the shore and the waves too high. So he had to continue and try to get to Hvalsneskrókur. Due to the surfs he couldn’t get food from his box, whitch is located behind the seat. But thankfully he had water. But in these circumstances strength fails pretty rapidly.

After consulting with an older, more experienced kayaker, he decided not to try more landings and to continue to Hvalsneskrókur, where weather and sea was much better. The GPS did not include a sea map, so he had no information about all the rocks in the sea ahead of him. On top of that, the fog was still very heavy. The coast guard guided him, via transceiver, past the rocks to the landing place in Hvalsneskrókur 

Guðni Páll thought this was the most jeopardy he had come into on the route around Iceland. For seven hours he fought wether and surfs, without food, but thankfully he made it to the end.

What a guy!!

Maybe it’s just as well he gets some rest after this, before closing the circle.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s