15. júní Bolungavík

Róðurinn frá Suðureyri hófst í svarta þoku og engu skyggni.

Það varð því að þvera Súgandafjörðinn eftir kompás og róa síðan með ströndinni út og fyrir Gölt. Þá létti þokunni og við tók fínn róður í logni og góðum sjó, alveg fyrir Skálavíkina. 

Þegar komið var þvert vestur af Deild fór að versna í sjóinn og vindur að færast í aukana. Verulegur vindstrengur stóð út Jökulfirðina, sem náði að byggja upp 1.5- 2ja metra öldu á móti og vindurinn braut öldufaldana -haugasjór.

Þessi staða gerði róður þeirra mjög erfiðan og ferðin sóttist seint.

Staða þessi varð alveg ljós þegar merki bárust frá Spottækinu og hægt var að meta róðrarhraða þeirra – sem var þarna um og undir 5 km/klst. 

Tveir björgunarbátar frá Bolungavík sigldu á móti þeim – bæði til heiðurs og aðstoðar ef þörf væri á. Og það var mikill mannfjöldi á bryggjunni í Bolungarvík sem tók á móti þeim. 

Guðni Páll hefur unnið mikið afrek á róðrarkafla sínum allt frá því hann lagði upp frá Stykkishólmi og þar til nú þegar hann er kominn í höfn í Bolungavík. 

Nokkra daga hlé verður á framhaldinu.

Gera þarf við kayakinn eftir erfiðar lendingar og sjósetningar á þeim 1065 km sem róðurinn fram að þessu spannar. Það eru ekki alltaf mjúkar sandfjörur og logn til sjávar-grjótbarningur er inn á milli og brim við strönd .

Einnig þarf að huga að öðrum búnaði.

 

The trip from Suðureyri to Bolungavík was good but a bit windy at times.Two more kayakers joined Guðni Páll in Suðureyri, Halldór Sveinbjörnsson and Rafn Pálsson. This kayak-party of four departured around 16:40 yesterday afternoon. There was a heavy fog so they had to kayak very close to the shore, beneath sheer cliffs.

They came to Bolungavík at 21:20, after just under 4,5 hours of kayaking and about 27 km. Many people had gathered on the pier to welcome them. Guðni Páll has now finished kayaking 1065 km and will  take a few days of, stay in Ísafjörður and get his kayak and other equipment ready for the second half.

Texti: Kayakklúbburinn

Myndir: Guðni Páll

ImageImage

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s