21. júní – Fljótavík

Róðrafélagarnir Guðni Páll og Magnús lögðu upp frá Aðalvík um kl. 20 í gærkvöld. Þeir réru fyrir Straumnesið en það er erfiður róður og þarf að sæta sjávarfalli og sjólagi. Ölduhæð á Straumnesdufli, sem er 10 km vestur af Straumnesi, var um einn metri, þó ekki kröpp alda. Þegar fyrir Straumnesið kom blasti við þeim Rekavík bak Látur sem lagðist í eyði árið 1947. Á Hornbjargi var 2-4 m/ sek NV gola, svo aðstæður voru góðar. Þá þveruðu þeir Rekavíkina og komu að fjallinu Hvestu sem gengur þverhnípt í sjó. Í Fljótavík stigu þeir svo á land klukkan rúmlega ellefu, eftir um þriggja tíma róður, og ætluðu að gista í neyðarskýli þar.

Næsti leggur verður Fljótavík – Hornvík eða um 28 km róður. Meira um það seinna. Veður er mjög gott ,logn og sjólaust.

Endilega leggið Guðna Páli og málefninu lið með því að hringja í númerin sem gefin eru upp hér á síðunni og þá dregst viðeigandi upphæð frá símreikningnum þínum. Eða með því að velja áheitasöfnun, frjáls framlög. Margt smátt gerir nefnilega eitt risastórt.

Upplýsingar og myndir fengnar frá Kayakklúbbnum.

Rauði liturinn sýnir ferðina sem þeir fóru í gær. Blái þá sem framundan er í næsta legg.

 Image

Guðni Páll and Magnús departured from Aðalvík at 8 pm last night. It is difficult to kayak around Straumsnes so the sea and the wind had to be at it’s best. After passing Straumsnes they came to Rekavík. The weather was good, around 2-4 m/sek. They passed the mountain Hvesta and landed in Fljótavík around 11 pm, after just over 3 hours kayaking, were they were going to spend the night in a shelter 

Next is the kayaktrip Fljótavík – Hornvík. Around 28 km. More on that later. The weather is really good and no wind.

The red colored pen on the map is the trip they went yesterday and the blue-colored pen is what lies ahed today. 

Please help Guðni Páll and his cause by donating to this project. 

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s