27. júlí – Borgarfjörður eystri

Guðna Páli gekk róðurinn mjög vel í gær, þrátt fyrir svarta þoku, og var hraðinn á fyrstu 25 kílómetrunum í kringum 8 km/klst. Hann réri þétt upp með landinu suður Héraðsflóann og tók sér hvíldarpásu þegar hann var kominn á syðri hluta hans. Eftir hana réri hann fyrir Kögur og kom inn í smábátahöfnina á Borgarfirði eystri rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis, eftir 41 kílómetra róður. Þoka einkenndi alla leiðina en þó var léttara yfir á Borgarfirði eystri. En Guðni var mjög sáttur og ánægður eftir góðan dag.

Þetta var nú kannski ekki heppilegasti tíminn fyrir hann að lenda þar, þar sem akkúrat þessa helgi er í gangi hátíðin Bræðslan og mikið af fólki í bænum.

Hann hélt svo för sinni áfram frá Borgarfirði eystri um klukkan níu í morgun. Hann náði ekkert mjög miklum svefni á tjaldstæðinu, eins og búast mátti við, vegna hátíðahaldanna á staðnum. Þokan virðist ekki ætla að yfirgefa hann alveg strax svo það verður væntanlega róið með hjálp GPS og áttavita aftur. Vindurinn er í fangið svo til í allan dag og ræðst því lengd róðursins algjörlega eftir styrk mótvindsins en spáin segir að hann verði 3-6 m/sek. og sjólaust. Hann stefnir þó á að ná að Skálanesi, sem er á Seyðisfirði sunnanverðum.

Upplýsingar og mynd fengin af síðu Kayakklúbbsins.

Ekki gleyma áheitasöfnuninni og styrktarnúmerunum. Hvert lítilræði skiptir máli.

Image  

The paddling went well yesterday despite of the heavy fog. His speed the first 25 km was around 8 km/ph. He paddled close to the shore and rested when he got to south part of Héraðsflói. He then paddled past Kögur and came to Borgarfjörður eystri just before 4 pm, after having paddled 41 km. He was very happy with the day. He could have reached Borgarfjörður eystri at a better time, since this weekend there is a festival, Bræðslan, going on there and lots of people in the place.

He continued this morning, departing at around 9 after not too much sleep at the camp site because of the festival. The fog does not seem to want to leave him too soon so he has to paddle with the help of GPS and a compass again today. His aim is Skálanes, on south part of Seyðisfjörður, but all depends how much wind there will be on the way. 

Please don’t forget the donation. Every penny counts.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s