1. júlí – Haganesvík… AKUREYRI á morgun!!

TILKYNNING:

AKUREYRINGAR OG NÆRSVEITAMENN!
Ræðarinn Guðni Páll Viktorsson (Aroundiceland2013.com / LífróðurSamhjálpar.com) verður með kynningu á planinu fyrir framan NETTÓ Glerártorgi þriðjudaginn 2. júlí frá kl. 13 til 17 og lengur ef þátttaka er mikil.

Komið og kíki á búnaðinn og heyrið ferðasögu Guðna Páls.

 

36. róðraleggur: Lónkot – Haganesvík

Um kl. 15:45 í gær lögðu þau Guðni Páll og Þóra Atladóttir upp frá Lónkoti í Skagafirði. Áætlað var að þræða ströndina norður Málmeyjarsund og inn á Fljótavíkina fyrir Haganesvíkina með Mánárskriðum, fyrir Sauðanesvita og inn á Siglufjörð – alls um 44 km leið. Veður var N og NA 5-8 m/sek, hiti 6-7°C.          

Róðurinn frá Lónkoti að Hagavík var mjög erfiður, í allt að 2ja metra ölduhæð á hlið og miklu frákasti frá ströndinni, sem skapaði viðbótarólgu í sjólagi. Ljóst var að róður framundan til Siglufjarðar yrði mjög erfiður á móti vindi og þessari 2ja metra haföldu og fátt um lendingarstaði á leiðinni svo þau ákváðu að láta staðar numið í dag í Haganesvík á Fljótum, eftir 21 km. Þangað voru þau svo sótt og keyrð til Siglufjarðar í gistingu.

Vegna veðurskilyrða verður ekki hægt að róa í dag eða á morgun og ætlar Guðni Páll því að nota þennan tíma til að kynna gestum og gangandi þetta verkefni sitt á Akureyri á morgun.

Upplýsingar og mynd: Kayakklúbburinn 

Image

ANNOUNCEMENT:

 

PEOPLE LIVING IN AKUREYRI AND NEAR BY!
The kayaker Guðni Páll (Aroundiceland2013.com / LífróðurSamhjálpar.com) will be having a presentation in Glerártorg, Akureyri, at the squear in front of Netto, thirsday the 2nd of July from 1-5 pm and even longer. Come, see his equipment and learn all about his travel around Iceland.

 

Lónkot – Haganesvík

Around 3:45 pm yesterday afternoon Guðni Páll and his kayak-partner Þóra Atladóttir, departured from Lónkot in Skagafjörður. The plan was to kayak along the shore north Málmeyjarsund to Haganesvík. And from there to Siglufjörður, in all 44 km.

The trip from Lónkot to Hagavík was very difficult with waves up to two meters high. It was clear that the trip to Siglufjörður would be very difficult so the decited to call it a day and were picked up at Hagavík and taken to Siglufjörður for the night.

Due to weather conditions they will be staying a couple of days before continuing so he will be using this time to meet people in Akureyri and tell them why he is doing this and show his equipment.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s