Það hefur ekkert viðrað á sjó á austanverðum Húnaflóa. Í gær var hvöss SV átt og haugasjór á þeirri róðrarleið sem leið Guðna Páls mun liggja um og veðurútlit í dag er heldur ekki gott – hvað sem verður. Um helgina bætist nýr róðrafélagi í leiðangurinn. Kayakræðarinn Þóra Atladóttir hefur hug á að róa með Guðna Páli eitthvað af leið hans um Norðurland. Þetta er fagnaðarefni. Ágætt t.d við þverun Skagafjarðar að tveir bátar séu á ferð.
Texti fenginn frá síðu Kayakklúbbsins
Við minnum á þessi fisléttu símanúmer hér til hliðar. Endilega sýnið Guðna Páli og verkefni hans stuðning. Hvert lítilræði skiptir sköpum.
Mynd: Guðni Páll
The weather has been bad for kayaking these last few days and it looks as though it will not be much better today. Let’s see what happens. This weekend there will be another kayaker joining Guðni Páll. Her name is Þóra Atladóttir and she is thinking about taking a few trips with him these next days. That is good news, especially when crossing Skagafjörður, it is really good to be on two kayas.
Please take your time to support Guðni Páll and his project. Every small amount counts.