Um kl 10:00 í gærmorgun lagði Guðni Páll upp frá Drangsnesi og þveraði Húnaflóann yfir að Hindisvík, sem er nyrsti hluti Vatnsnessins. Veður var skaplegt til róðra. Um klukkan korter yfir þrjú lenti Guðni Páll í Hindisvík eftir 36 km róður, sem var hans lengsti samfelldi róður hingað til á hafi úti, án landtöku. Hreint ótrúlegt afrek! Þar tók hann sér matar- og hvíldarpásu og spáði í sjólag og veður yfir á Skagaströnd. Veður var gott og hitastigið þægilegt, mikill munur á því sem var á Hornströndum.
Klukkan ríflega sex lagði Guðni Páll upp frá Hindisvík og setti hann stefnuna beint á þorpið Skagaströnd. Hann hélt meðalhraðanum um 6,2 km/klst og náði höfn þegar klukkuna vantaði korter í tíu í gærkvöld. Þá hafði hann lagt að baki 36 km að Hindisvík og svo 24 km á Skagaströnd. Samtals 60 km á einum degi, mest megnis allt á hafi úti. Nú er Guðni Páll kominn á Norðurlandið
BRAVÓ GUÐNI PÁLL, BRAVÓ!!!
Upplýsingar og myndir fengnar frá síðu kayakklúbbsins.
Around 10 o’clock yesterday morning Guðni started his kayak-day by going from Drangsnes over to Hindisvík, the northest part of Vatnsnes. The weater was good. At quarter past three Guðni Páll came to Hindisvík after 36 km of kayaking, his longest trip so far without ever touching ground. An amazing achievement! At Hindisvík he rested and ate. Just after six o’clock he stept into his kayak again and began his trip to Skagaströnd, the weather was good and the temperature comfortable. So much better than in Hornstrandir. His speed was around 6,2 km/ph and reached Skagaströnd at 9:45 pm, having kayaked 36 km from Drangsnes to Hindisvík and then 24 km to Skagaströnd. All in all around 60 km in one day, mostly at open sea.
BRAVO, GUÐNI PÁLL, BRAVO!!!