24. júní – Norðurfjörður á Ströndum

Loksins náðist símasamband við Guðna Pál ,kajakræðara, þar sem hann er á Norðurfirði á Ströndum – það fyrsta eftir að hann var í Aðalvík á Hornströndum.

Einu upplýsingarnar um ferðir þeirra félaga Guðna Páls og Magnús Einarssonar hafa verið um Spottækið og þá að ráða í allar þær upplýsingar sem það gefur ásamt veðurstöðu og öldustöðu nærri hverjum stað.

Og þá er það ferðasagan frá þeim sjálfum :

Fljótlega eftir að þeir lögðu upp frá Aðalvík og réru út með Straumneshlíðinni –gerði þoku. Fyrir Straumnesið var um 1.5 m ölduhæð og þeim óvinsamleg ásamt mótstraum. Þeir urðu að fara mjög nærri klettum þar- eða eins og Guðni Páll sagði: „Við vorum yfirleitt á þriðju báru frá landi“

Mikil straumólga var við Straumnesið að norðanverðu eða eins og Guðni Páll sagði: „Eins og beljandi fljót með hávaða straumólgunnar“- nokkuð strekkjandi í svartaþoku að auki. Þarna urðu kayakræðarar að nota eingöngu GPS tækið – í straumólgunni snérist kompásinn sitt á hvað, þannig að stefnufesta var of óviss og hafa ekki landsýn-en vera samt nærri klettum. Þarna kom sér vel að vera tveir á ferð.

Þegar fyrir Rekavík bak Látur var komið tók Fljótavíkin við og þar lentu þeir skammt undan Atlastöðum.

Í fjörunni tók á móti þeim Ísfirðingur sem þarna dvaldi í sumarhúsi sínu og bauð þeim gistingu og gott viðurværi. Þeir voru þakklátir fyrir það.

Daginn eftir var lagt upp í róðurinn í Hornvík. Það var sama þokan og því róið eftir siglingatækjum. Lítið sást af Hælavíkurbjargi vegna þokunnar-nema örlítið í efstu brún. Í Höfn í Hornvík gistu þeir í tjaldi. Mikill kuldi var þarna 4-5°C enda vindur að koma frá Grænlandsísnum.

Daginn eftir var síðan haldið áfram og fyrir Hornbjarg. Sama þokan var og lítið sást til bjargsins og því aftur siglt eftir siglingatækjum. Þokan fylgdi þeim allt í Reykjafjörð á Hornströndum. Vel var tekið á móti þeim í Reykjafirði af staðarhöldurum. Þótt sundlaugin góða væri vatnslaus vegna viðgerðar var þeim komið í heitan pott og að því búnu í innigistingu og gott viðurværi.

Þeir félagar voru afar ánægðir með dvölina í Reykjarfirði.

Og enn á ný var lagt upp-í dag frá Reykjarfirði á Hornströndum.

Fyrsta stopp var í Skjaldabjarnarvík og litast um þar. Magnús á ættir að rekja þangað. Ekki fundu þeir leiði Hallvarðar þarna í túninu en nutu þó staðarins.

Áfram var haldið. Næsta stopp var fremst á nesinu undir Drangaskörðum – magnaður staður – en mikil þoka, svo lítið sást af skarðatindunum.

Lokaáfanginn var síðan Drangaskörð í Norðurfjörð á Ströndum. Þar dvelja þeir nú. Mjög lúnir kajakræðarar þegar þeir lentu þarna í Norðurfirði en hresstust fljótt við eftir að þeim var færð gæðakjötsúpa frá heimamönnum.

Nú verður Guðni Páll einn á báti á ný því Magnús verður sóttur í fyrramálið og keyrður til síns heima. Guðni Páll er afar ánægður með félaga sinn, allt frá Breiðavík til Norðurfjarðar á Ströndum, hann Magnús Einarsson.

Texti og mynd fengin af síðu kayakklúbbsins.

Image

Finally we got in contact with Guðni Páll were he is in Norðfjörður in Strandir. The first time since he was in Aðalvík in Hornstrandir. The only informations we have had has been through their spot and by reading into informations on weather and waves.

Let’s hear what they had to say:

Soon after leaving Aðalvík they came into a heavy fog. Around Straumnes the waves were about 1,5 meters high and not in their favor. They had to stay very close to the rocks.

There was a heavy stream at the north part of Straumnes combined with the fog. They had only the GPS to know their location and as they couldn’t see land it made a huge difference to have one another.

When the came to Rekavík bak Látur they landed in Fljótavík, close to Atlastaðir. There they were welcomed by a man staying in his summerhouse and he offered them to sleep in the house, which they were really grateful for.

The next day they kayaked to Hornavík. There was still the same fog and therefor they had to kayak again by GPS. In Höfn in Hornavík they spent the night in a tent, in the cold wind coming straight from the North pole, in a temperature of 4–5°C.

The next day the destination was Reykjafjörður. Still the same fog so again they had to kayak by GPS. They were welcomed warmly in Reykjafjörður in Hornstrandir were they were invited to relax in a hot tub after a long day at sea, and sleep inside and get some good hot meal. They were very happy with the stay in Reykjafjörður.

Now the destination was Drangaskörð in Norðurfjörður in Strandir. Their first stop was Skjaldabjarnarvík were they enjoyed walking around and exploring the place where some of Magnús’s relatives came from. Then they carried on and stopped in Drangaskörð. It was quite foggy so they couldn’t see much of the mountains. And then finally they carried on kayaking to Drangaskörð in Norðurfjörur in Strandir, were they are staying now. They were of course very tired when they landed but soon regained some energy when they got some good traditional meat soup from the locals.

From now on Guðni Páll will be kayaking on his own. Magnús Einarsson will be picked up today, but he has kayaked all the way from Breiðavík to Norðurfjörður in Strandir. Guðni Páll has really enjoyed his company.

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s