Guðni Páll og Magnús lögðu upp frá Fljótavík upp úr klukkan hálf átta í gærkvöld og fengu sléttan sjó og blíðviðri. Þeir komu að landi rétt eftir miðnætti í gær við Höfn í Hornvík, eftir 28 km róður. Símasamband er afskaplega lítið á þessum slóðum svo lítið er um beinar fréttir frá þeim félögum sem stendur.
Kannski kanntu ekki að róa kajak eins vel og Guðni Páll en þú getur samt lagt þitt af mörkum í þetta góða málefni með því að hringja í viðeigandi símanúmer hér til hliðar eða leggja inn frjálst framlag.
Guðni Páll and Magnús set of from Fljótavík at half past eight last night. The weather was beautiful and the sea still. They arrived at Höfn in Hornavík just after midnight after 28 km of kayaking. The connection is bad around this area so we do not have much news of them at the moment.
Perhaps you don’t know how to kayak as well as Guðni Páll, but you can still make your contribution by donating to this good cause.