Áfram skal haldið.

Sæl og blessuð

Loksins kem ég frá mér nokkrum orðum en vegna síma erfiðleika og sambandsleysis hefur verið frekar erfitt að koma frá sér bloggi og myndum en það stendur til bóta þar sem þessum erfiða hluta er lokið. Suðurströndin er mjög erfið yfirferðar og þá sérstaklega landlega séð langt er á milli hafna á þessu svæði og er hún því nokkuð seinfarin en núna er ég staddur í Landeyjahöfn og eftir góða helgi í Vestmannaeyjum þar sem ég og mitt fylgdarlið fengum frábærar móttökur frá heimamönnum. Mig langar að koma þökkum til allra þeirra sem hafa aðstoðað mig á leið minni til eyja þeir eru fjölmargir og allir hafa þeir það sameiginlegt að leggja fram aðstoð og reynst mér ómetanlega. Róður minn um suðurströndina var ekki það auðveldasta sem ég hef lagt í en engu síður mjög lærdómsríkur og gaf mér mikla reynslu. Að vera einn á ferð í svona leiðangri gerir allt svo miklu erfiðara öll vinna sem á sér stað í landi verður erfiðari og allt tekur lengri tíma en með réttu skipulagi og góðri aðstoð úr landi hefst þetta allt saman á réttum hraða og það er ekki hægt að segja annað en að ég sé ánægður með þá ákvörðun að hafa byrjað á þessum hluta landsins enda hef ég nú lokið honum og bíður mín feykna skemmtilegt áframhald. Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra núna en í fyrramálið mun ég halda áfram ferð minni umhverfis landið og legg ég upp frá Landeyjarhöfn um kl. 09:00 í fyrramálið, áætlað er að fara á Eyrarbakka sú leið er um 65 km. og því langur dagur framundan. En endilega haldið áfram að fylgjast með hérna og á facebook þar koma inn fréttir um leið og ég kem í land á daginn 🙂

Róður frá Eyjum

Kv Guðni Páll

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

1 Response to Áfram skal haldið.

  1. Gangi þér vel kallinn minn og þín verður saknað í Reykjanesinu um helgina:o))

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s