Rétt fyrir kl 16:00 í dag kom Guðni Páll að landi í Vík eftir róður, sem gekk vel frá Alviðruhamarsvita í morgun. Mun hann gista í Vík þar í nótt. Um helgina er svo stefnan tekin til Vestmannaeyjar þar sem hann mun heilsa uppá heimamenn.
Flest ykkar vita af óhappinu sem Guðni Páll lenti í í gær en þá tapaði hann meðal annars, í sjóinn GPS tækinu og gerði okkur kleyft að fylgjast með honum á Spot-inu. Félagar Guðna Páls í Kayakklúbbnum brugðust skjótt við og eru nú á leiðinni til Vík með nýtt tæki. Alveg stórkostlegt að upplifa hvað margir eru að fylgjast með Guðna Páli og hve margir bregðast skjótt við til að hjálpa honum að halda áfram för sinni til að upplifa draum sinn, ná markmiðinu og um leið styðja hið góða málefni, Lífróður Samhjálpar.
In English
Shortly before 16:00 today, Guðni Páll arrived to Vík where he will be staying overnight.
As many of you know Guðni Páll lost his GPS yesterday and meanwhile not possible to follow his process on Spot. His good mates, at Kayakklúbburinn, responded quickly and are now heading out to meet Guðni Pall in Vík to give him a new GPS device. It was amazing to see how many are following Guðni Páll and experience how many stepped up and offered their assistance to help Guðni Páll to live his dream, reach his goal and at the same time raise awareness of local organization Samhjálp and their fundraising.
gott að vita að allt gekk vel😊