Jæja þá erum við Eva kærastan mín mætt á Höfn. Eftir að hafa keyrt suðurströndina í dag í þessari leiðinlegu norðan átt er mér það ljóst að hún er ekkert grín og verður mjög erfitt eiga við hana svona snemma sumars. Í dag var mikið brim og þungur sjór en sterkur vindur úr norðri sem gerði þetta enn ógnvæglegra. En ég er bara spenntur að byrja á miðvikudagin, reynslu róður verður á morgun með allan búnaðinn og full lestaðan bát hérna í flóanum. Veðurhorfur eru þokkalegar fyrir miðvikudag og fimmtudag en næsta helgi lítur ekki vel út en þetta er auðvitað langtíma spá og ekki nógu marktæk eins og staðan er í dag. En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í kvöld og kem með stutta færslu á morgun eftir róður.
Kveðja frá Höfn
Guðni Páll
In English
Well then my and my girlfriend Eva arrived to Höfn í Hornafjordur. After driving along the south coast today, with the wind blowing from north, it is clear to me that it is no joke and, it will be very difficult, to start so early in the summer. Today there was a lot of heavy surf and the sea and the strong winds blowing from north, made it look even more scary. But I’m still excited to start on Wednesday. Tomorrow I will do some test, in Hornafjordur Bay, paddling with all the gear and a fully loaded kayak. The weather looks OK for Wednesday and Thursday, but the upcoming weekend does not look so good, but this is of course a long-term weather forcast. I’m not going to have this blog longer, but you will get a quick blog tomorrow after my testing.
Gangi þér vel elsku Guðni að eiga við hina öflugu sjávarstrauma og breytilegt veður meðfram Suðurströndinni, hef þig í öllum mínum bænum næstu daga, kveðja Gummi Sig.